Tómas og Jón Valgeir í starfshópi vegna flugvallar á Siglufirði

Bæjarstjórn Fjallabyggðar hefur samþykkt að skipa Tómas Atla Einarsson og Jón Valgeir Baldursson í starfshóp ásamt Elíasi bæjarstjóra, en hópurinn hefur það verkefni að fara yfir innkomnar hugmyndir um framtíðarnýtingu flugvallarsvæðisins á Siglufirði.
Hópurinn skal skila tillögu um næstu skref í lok febrúar.
Það verður fróðlegt að sjá hvaða hugmyndir hafa komið inn á borð til Fjallabyggðar og hvernig verður hægt að nýta flugvöllinn og byggingar til framtíðar.