Tölvuleikjafræði kennd í MTR á vorönn

Áfanginn Tölvuleikir og leikjatölvur – saga þróun og fræði er nýr áfangi í Menntaskólanum á Tröllaskaga. Námið á að efla með nemendum sjálfstæða og gagnrýna hugsun og hæfni til samvinnu auk þess að gefa innsýn í tölvuleiki, þróun þeirra og hlutverk. Fimmtán strákar eru skráðir í áfangann og  kennarar eru Bjarki Þór Jónsson og Tryggvi Hrólfsson.

Áfanginn endar á því að nemendur fá tækifæri til að þróa eigin hugmynd að tölvuleik og kynna hana fyrir öðrum.  Íslenska leikjaframleiðslan hefur verið í örum vexti og hafa leikirnir EVE Online og DUST 514 frá CCP og QuizUp frá Plain Vanilla náð miklum vinsældum.

Í áfanganum verður notuð kennslubókin Eve Online: Leikir, sköpun og samfélög eftir Óla Gneista Sóleyjarson.

Frá þessu er greint á heimasíðu MTR og má lesa alla fréttina hér.

mtrLjósmynd: Ragnar Magnússon.