Snjóflóð hafa fallið undan skíðamönnum í nýsnævinu sem kom um páskana, á föstudag í A-vísandi brekku í Hlíðarfjalli á Akureyri og á mánudag í NV-vísandi brekku í Skíðadal. Í morgun (miðvikudag) féll nokkuð stórt flekaflóð í vesturvísandi hlíð í Rimum, Svarfaðardal. Talsvert hefur bætt á snjó síðustu daga í norðan og norðaustan átt og nokkur snjóflóð fallið á meðan á veðrinu stóð. Undir þessum nýja snjó er eldri snjór sem er talinn stöðugur eftir undangengin hlýindi. Einhver óstöðugleiki myndaðist nýsnævinu og féllu strax í upphafi veðurs lítil flekaflóð í A-vísandi brekku í Böggvisstaðafjalli á Dalvík og nokkuð stór flóð sáust í tveimur giljum á Látraströnd á mánudag. Þessir veikleikar eru enn í bröttum brekkum sérstaklega með N-NV viðhorf en mikið yfirborðshrím sást á Tröllaskaga áður en fór að snjóa um páskana. Snjógryfjur frá norðanverðum Tröllaskaga hafa sýnt mikla lagskiptingu og veikleika í snjónum. Hæglætis veður næstu daga og þar sem yfirborðshrím hefur grafist undir nýsnævinu er líklegt að veikleikinn viðhaldist í köldu og kyrru veðri.
Veðurstofan greinir frá þessu í dag.