Tólf prósent aukning nemenda í MTR

Um 350 nemendur eru skráðir í nám við Menntaskólann á Tröllaskaga á vorönn 2017. Þar af eru um 100 staðnemar en um 250 fjarnemar. Þetta eru um 12% fleiri nemendur en á haustönn 2016.  Fjölmennasta brautin er félags- og hugvísindabraut með um 150 nemendur, um 70 eru á náttúruvísindabraut en liðlega 30 á íþrótta- og útivistarbraut og álíka margir á listabraut. Þetta kemur fram á vef MTR.is.