Tökur á Ófærð 2 hefjast á morgun á Siglufirði

Á morgun, föstudaginn 13. október hefjast tökur á Ófærð 2. Reiknað er með 12-18 tökudögum á Siglufirði sem munu standa fram í fyrstu vikuna í nóvember. Tökulið þáttanna er um 40-45 manns og eru 5-50 leikarar sem taka þátt á hverjum tökudegi. Tökulið og leikarar gista í heimahúsum og á hótelum í Fjallabyggð.  Fyrstu tökur verða á Ráðhústorginu á Siglufirði um helgina, þar sem teknar verða upp stórar senur sem munu yfirtaka allt torgið á meðan undirbúningi og tökum stendur. Ráðhústorgið verður því lokað fyrir umferð um helgina, bæði á laugardag og sunnudag. Óskað er eftir því að engum bílum sé lagt á torginu frá föstudagskvöldi og fram á sunnudagskvöld. Þá er óskað eftir því að engar myndatökur eigi sér stað á torginu þessa helgina.

Umferðatafir verða á Túngötu, Suðurgötu, Gránagötu og Aðalgötu á Siglufirði um helgina.  Þá verður stöðvuð umferð , rétt á meðan myndavélin rúllar. Hjáleið verður óhindruð um Lindargötu.

Baltasar í leikstjórastólnum