Tökulið Ófærðar mætt til Siglufjarðar

Fjölmennt tökulið þáttarins Ófærðar er komið til Siglufjarðar með mikinn búnað með sér og hefur dvalið í nokkra daga. Undirbúningur fyrir tökur hefur staðið síðustu daga og hefur t.d. skiltinu fyrir “Lögreglustöðina” verið komið fyrir á sínum vanalega stað. Þá voru tökur við Hlíðarveginn á Siglufirði og á Skálarhlíð – Dvalarheimili aldraðra, þar sem íbúar tóku þátt í tökum.

Áætlað er að tökur standi yfir á Siglufirði í nokkrar vikur.