Töfrateppið í Hlíðarfjalli á Akureyri er komið með yfirbyggingu. Yfirbyggingin er nú að fullu uppsett af starfsmönnum Hlíðarfjalls fyrir veturinn. Um er að ræða 63 metra af gagnsæjum einingum sem mynda göng utan um færibandið og skýla teppinu og gestum þess fyrir veðri og vindum.

Töfrateppið er ein vinsælasta skíðabraut Hlíðarfjalls og er gjaldfrjálst. Færibandið er mikið nýtt af þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref á skíðum, jafnt ungum sem öldnum og af nemendum skíðaskólans.

Mestu máli mun þó skipta um skjólið sem yfirbyggingin veitir gestum á köldum vetrardögum, ásamt því að vera vörn fyrir lyftubúnað meðan stormar og óveður ganga yfir fjallið. Í göngunum er LED lýsing sem gefur lyftunni skemmtilegt andrúmsloft. Í framkvæmdunum var einnig skipt um færibands-teppið sem staðið er á og öll lyftan yfirfarin.