Todmobile spilar á Siglufirði

Þeir hjá Rauðku á Siglufirði hafa staðið sig ótrúlega vel í ár og fengið frábæra listamenn til að skemmta gestum og gangandi. Nú er komið að Todmobile og ætla þeir að halda tónleika á Kaffi Rauðku, föstudaginn 14. nóvember næstkomandi. Tónleikarnir hefjast klukkan 21 og kostar miðinn 3000 kr.

Todmobile var stofnuð árið 1988 af Þorvaldi Bjarna Þorvaldssyni, Andreu Gylfadóttur og Eyþóri Arnalds.

Í tilefni að útgáfu nýju plötunnar sinnar, Úlfur, er Todmobile nú á tónleikaferð um landið. Platan inniheldur 12 ný lög, 3 af þeim eru gerð í samstarfi við Jon Anderson úr YES og Steve Hackett úr Genesis