Hafnarstjórn Fjallabyggðar fjallaði nýlega um mál er varðar tjón á báti í Siglufjarðarhöfn þar sem fram kemur að Vátryggingafélag Íslands telji að starfsmenn Siglufjarðarhafnar og Siglfirðings hf. hafi með háttsemi sinni sýnt af sér saknæma háttsemi sem orsakaði tjón á Millu SI-727 og beri ábyrgð á tjóninu eftir almennum reglum skaðabótaréttar. Tjónið var í maí 2012.

Lögmaður Fjallabyggðar og Siglfirðings hf. telur að Vátryggingafélag Íslands hafi greitt útgerð Millu SI-727 bætur umfram það tjón sem útgerð bátsins getur sýnt fram á að hafi í raun orðið vegna atviksins og verður það að teljast alfarið á ábyrgð Vátryggingafélagsins.

Þá telur lögmaður Fjallabyggðar að bæjarfélagið og hafnaryfirvöld beri enga ábyrgð á tjóni bátsins.