Tjölduðu í Héðinsfirði í október

Nemendur í Menntaskólanum á Tröllaskaga í Ólafsfirði tjölduðu um síðustu helgi í Héðinsfirði við gamla slysavarnarskálann. Nemendur þessir eru í fjallamennsku- og útivistaráföngum í MTR og leggja ýmislegt á sig.

Þetta var um fimmtán manna hópur og sváfu þrír í hverju tjaldi.  Hópurinn náði að tjalda áður en myrkur skall á og fóru svo í slysavarnarskýlið til að borða og ná úr sér mesta hrollinum.  Snemma um morguninn var vaknað og pakkað saman og gengið rösklega til byggða.

20141011_100052 20141011_112907 20141011_091431
Myndir: mtr.is/Gestur Hansson.