Tjölduðu á nýja golfvellinum á Siglufirði

Það var ekki skemmtileg aðkoman fyrir umsjónarmenn nýja golfvallarins á Siglufirði í gærmorgun. Erlendir gestir voru komnir með bíl og tjald á 6. braut vallarins og gistu eina nótt.  Völlurinn er vel merktur en það gerist þó of oft að tjaldbúar mæti á svæðið. Myndina tók Egill Rögnvaldsson.