Tjaldsvæðin í Fjallabyggð opin til 15. október

Bæjarráð Fjallabyggðar hefur ákveðið að lengja opnunartímann á tjaldsvæðum Fjallabyggðar yfir vetrartímann svo framarlega sem aðstæður leyfa. Tjaldsvæðin verða því opin til 15. október framvegis fyrir ferðamenn.  Um síðustu helgi var töluvert af húsbílum og tjöldum á tjaldsvæðinu á Siglufirði eins og myndirnar sýna.

29731493446_e4534eec2b_z 29731506166_51d0fa9b29_z1