Tjaldsvæðið við Stóra-Bola á Siglufirði hefur aftur verið opnað, en loka þurfti í tæpa 2 daga vegna þyrluflugs sem var í fluglínu yfir svæðið. Var þetta vegna framkvæmda við uppsetningu snjóflóðastoðvirkja í Hafnarhyrnu, fyrir ofan Siglufjörð. Fjallabyggð.is greindi fyrst frá þessu.

Tjaldsvæðið við Stóra-Bola er innra tjaldsvæðið á Siglufirði og er á mjög fallegum stað, aðeins frá miðbænum. Útsýnið er hreint frábært á þessum stað.