Tjaldsvæðið í Ólafsfirði verður ekki opið árið um kring

Rekstraraðilar Tjaldsvæðis Fjallabyggðar í Ólafsfirði óskuðu eftir að svæðið yrði opið allt árið um kring þar sem húsbílar væru á ferli langt fram eftir hausti og snemma á vorin. Bæjarráð Fjallabyggðar hefur hafnað þessari beiðni þar sem tjaldsvæðið í Ólafsfirði sé með mjög svipaðan opnunartíma og önnur tjaldsvæði á Norðurlandi, fyrir utan á Blönduósi og í Kjarnaskógi á Akureyri sem opin eru allt árið, en aðeins sé þó full þjónusta yfir sumartímann. Hinsvegar er í skoðun að samræma tímann við tjaldsvæðið á Siglufirði, sem sé opið til 15. október, en í Ólafsfirði hefur svæðið lokað 15. september fram til þessa.