Tjaldsvæðið í Ólafsfirði lagað

Eins og greint var frá hér á síðunni í júní þá hafa verið framkvæmdir við tjaldsvæðið í Ólafsfirði í sumar en verið var að hækka svæðið þar til að koma í veg fyrir að það fari á flot í miklum rigningum. Framkvæmdir hófust á nyrsta hluta svæðisins með því að setja malarefni, mold og torf.  Í framhaldinu verður hellulagður göngustígur milli tjarnarinnar og íþróttamiðstöðvarinnar. Einnig verður fljótlega komið upp stóru skilti með gönguleiðum í Fjallabyggð og götukorti af Ólafsfirði.

Frekari framkvæmdir við tjaldsvæðið verða svo á næsta ári en þá verða gróðursett skjólbelti og eins verður syðri hlutinn hækkaður upp og þökulagður.

large_tjaldsvaedi_800webMynd: fjallabyggd.is