Tjaldsvæðið á Siglufirði færist á nýtt svæði

Hafin er vinna við deiliskipulag Leirutanga á Siglufirði, sem er landfylling á leirunum austan Snorragötu skammt frá Síldarminjasafninu. Stefnt er að því að núverandi tjaldsvæði í miðbæ Siglufjarðar verði lagt niður og nýtt svæði byggt upp á Leirutanga auk þess sem þar verði gert ráð fyrir athafnalóðum, útivistarsvæði og friðlandi fugla. Með gerð og kynningu lýsingar í upphafi verks er almenningi og umsagnaraðilinum gefinn kostur á því að leggja fram sjónarmið og ábendingar, sem að gagni gætu komið við gerð skipulagsins. Athugasemdum skal skilað á tæknideild Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði fyrir kl. 15 þann 27. febrúar 2015 og skulu þær vera skriflegar, eða á netfangið armann@fjallabyggd.is.

medium_150213_leirutangi_lysing

Heimild: fjallabyggd.is