Tíuþúsund gestir heimsóttu Skíðasvæðið á Siglufirði

Skíðasvæðið í Skarðsdal á Siglufirði hefur nú lokað svæðinu. Alls voru 105 dagar opnir á vertíðinni og komu um 10.000 gestir samkvæmt upplýsingum frá umsjónarmönnum svæðisins.  Á síðustu vertíð voru um 7000 gestir og alls 79 opnunardagar, en þá hafði fækkað um 2800 gesti frá árinu 2016 og opnunardögum hafði fækkað um 20.

Til samanburðar þá voru 103 opnunardagar í Tungudal á Ísafirði í ár. Skíðavertíðinni er einnig lokið á Akureyri, en þar var lokadagur sl. laugardag, eftir sólahringsopnun frá föstudegi til laugardags.