Tíuþúsund færri gistinætur á Norðurlandi á milli mánaða

Á Norðurlandi fækkaði gistinóttum á hótelum í september 2017 um 3% miðað við september árið 2016. Alls voru 34.643 gistinætur hótelum á Norðurlandi í september 2017 en voru alls 44.337 í ágúst 2017. Á öllu landinu  í september 2017 voru Bandaríkjamenn með langflestar gistinætur, svo Þjóðverjar, Bretar og loks Íslendingar. Á tímabilinu október 2016 til september 2017 voru gistinætur á Norðurlandi alls 280.931 og er það fjölgun um 5% á milli ára á sama tímabili.

Athygli skal vakin á því að hér er eingöngu átt við gistinætur á hótelum sem opin eru allt árið. Til þessa flokks gististaða teljast hvorki gistiheimili né hótel sem eingöngu eru opin yfir sumartímann.

Upplýsingar eru fengnar hjá Hagstofu Íslands.