Tippað á enska boltann á Dalvík og 13 réttir í hús

Á laugardagsmorgnum hefur hópur manna mætt og tekið þátt í 1×2 getraunum í enska boltanum. Menn hittast á neðri hæð sundlaugarinnar á Dalvík. Þar eru búið koma upp góðri aðstöðu þar sem hægt er að horfa á leiki í enska boltanum sem sýndir eru í háskerpu gæðum á nýju sjónvarpi.

Á laugardaginn síðasta var einn heppinn tippari frá Dalvík sem var með alla 13 leikina rétta á sínum seðli og fékk hann um 500.000 krónur í sinn hlut. Tveir aðrir á landinu voru einnig með alla leikina rétta.

Aðstaðan er opin öllum frá kl 11:30 – 13:00 á laugardögum og er fólk hvatt til þess að mæta á svæðið.
Knattspyrnudeild Dalvíkur fær til sín hluta af hverri seldri röð sem merkt er með félagsnúmeri deildarinnar (620) og er þetta einn af stærstu tekjupóstum deildarinnar.