Tindastóll vann nágrannaslaginn

Tindastóll og Dalvík/Reynir kepptu í 2. deild karla í knattspyrnu á Sauðárkróksvelli í gær. Leikurinn var lokaleikur í 10. umferðinni og voru liðin í tveimur neðstu sætunum fyrir leikinn og var því mjög mikilvægur. Staðan var 0-0 í hálfleik en á 56. mínútu fékk Bjarni Gíslason leikmaður Tindastóls sitt annað gula spjald og var útilokaður frá leiknum, og léku heimamenn einum færri til leiksloka. Á 74. mínútu kom eina mark leiksins, en það gerði Fannar Kolbeinsson leikmaður Tindastóls. Lokatölur urðu 1-0 og voru 101 áhorfendur á vellinum. Tindastóll er því komið 9. sæti deildarinnar eftir þennan sigur.