Tindastóll tapaði fyrir Dalvík/Reyni

Tindastóll og Dalvík/Reynir spiluðu á Hofsóssvelli í kvöld í Borgunarbikarnum í knattspyrnu.  Tindastóll leikur í 1. deild en Dalvík/Reynir í 2. deild.
Dalvík/Reynir skoruðu fyrsta markið á 11. mínútu og var þar að verki hinn ungi Sindri Ólafsson sem er fæddur árið 1997. Markmaður Dalvíkur skoraði svo mark úr víti á 38. mínútu og var staðan 0-2 í hálfleik.

Tindastóll gerði tvær skiptingar í hálfleik og uppskáru mark á 52. mínútu sem varamaðurinn Benjamín Gunnlaugarson skoraði. Lokatölur urðu 1-2 og komst því Dalvík/Reynir áfram.

Leikskýrsluna má lesa hér.