Tindastóll sigraði í 12 marka leik

Tindastóll og Hvíti Riddarinn léku í Lengjubikarnum í knattspyrnu karla á Skírdag í Boganum á Akureyri. Tindastóll gat með sigri tryggt sér annað sæti riðilsins. Lið Hvíta riddarans byrjaði leikinn vel og voru komnir í 0-2 eftir 7 mínútur. Tindastóll minnkaði muninn í 1-2 eftir 20 mínútna leik, og jöfnuðu leikinn 30. mínútu. Tindstóll komst svo í 3-2 á 37. mínútu, en Hvíti Riddarinn jafnaði rétt fyrir hálfleik. Staðan 3-3 í hálfleik. Tindastóll skoraði strax mark á 47. mínútu, og staðan orðin 4-3. Stólarnir komust svo í 5-3 á 64. mín, en Hvíti Riddarinn minnkaði muninn í 5-4 á 66. mínútu. Aðeins mínutu síðar voru Stólarnir aftur búnir að skora, 6-4.  Stólarnir skoruðu svo tvö mörk til viðbótar á 71. og 84. mínútu. Lokatölur 8-4 í þessum miklar markaleik. Ragnar Þór skoraði 3 mörk fyrir Tindastól, Arnar Ólafs 2,  Ingvi Hrannar 1, Hólmar Daði 1 og Benjamín Jóhannes 1.