Tindastóll og KF mættust í 6 marka leik

Tindastóll og Knattspyrnufélag Fjallabyggðar mættust í kvöld í Lengjubikarnum. Tindastóll byrjaði leikinn af krafti og skoruðu þeir tvö mörk á fyrsta korterinu, og skoraði Ragnar Þór Gunnarsson bæði mörkin. KF minnkaði muninn með marki frá Aksentije Milisic á 38. mínútu og Vitor Vieira Thomas jafnaði leikinn skömmu fyrir hlé, staðan 2-2 í hálfleik.  KF komst svo í 2-3 á 58. mínútu með marki frá Val Reykjalín. Tindastóll átti svo lokaorðið og skoruðu þeir jöfnunarmarkið á 78. mínútu, en KF lék svo manni færri frá 79. mínútu þegar Benóný var vikið af velli rautt spjald. Lokatölur 3-3.