Nágrannaliðin, Tindastóll frá Sauðárkróki og Knattspyrnufélag Fjallabyggðar mætast í dag í Lengjubikar í B-deild í riðli 3. Liðin mætast í íþróttahúsinu Boganum á Akureyri kl. 18:00 í dag. Liðin höfðu deildaskipti á síðustu leiktíð, Tindastóll vann 3. deildina og KF féll úr 2. deildinni. Þetta verður því hörkuleikur. Greint verður frá úrslitum og helstu atburðum leiksins hér á síðunni.

Þá mætast einnig Dalvík/Reynir og Völsungur kl. 20:00 í kvöld í Boganum í Lengjubikar.