Tindastóll Íslandsmeistari í 3. deild karla

Það hefur allt gengið upp hjá Tindastóli í sumar í 3. deild karla í knattspyrnu. Liðið hefur aðeins tapað einum leik og unnið 15 leiki, þegar tvær umferðir eru eftir af mótinu. Lið hefur tryggt sér þátttöku í 2.deild karla með því að vinna 3. deildina. Liðinu hefur tekist að skora 37 mörk og aðeins fengið á sig 8 mörk í 16 leikjum. Í liðinu er einn markahæsti maður 3. deildar, Kenneth Hogg, með 12 mörk úr 15 leikjum, þar af tvö þeirra úr vítaspyrnu.

tindastoll-Íslandsmeistarar-3-deild