Tindastóll hélt sætinu í 2. deild

Mikil spenna var í lokaumferð 2. deild karla í knattspyrnu sem fram fór í dag.  Huginn frá Seyðisfirði var þegar fallinn í 3. deild, en þrjú önnur lið gátu fallið, en það voru Höttur, Leiknir F. og Tindastóll.  Leiknir F. var fyrir lokaumferðina í næstneðsta sæti með 19. stig, svo kom Tindastóll með 21 stig og loks Höttur með 21 stig. Að lokum var það Huginn og Höttur sem féllu í 3. deild í ár, en Tindastóll sigraði Völsung 3-2 og Leiknir F. sigraði Víði. Höttur tapaði fyrir Aftureldingu 1-3, en önnur úrslit voru óhagstæði svo ekkert nema sigur hefði dugað í dag fyrir liðið til að halda sér.

Tindastóll endaði í 8. sæti með 24 stig, liðið sigraði 7 leiki, gerði 3 jafntefli og tapaði 12 leikjum. Stefan Antonio Lamanna gerði þrennu fyrir Tindastól í leiknum og Völsungur missti mann af velli á 59. mínútu með rautt spjald.