Tindastóll gerir það gott í körfubolta

Tindastóll vann fimmta sigurinn í sex leikjum í Dominos-deildinni í körfubolta karla á föstudagskvöldið síðastliðið, þegar liðið heimsótti Fjölni í Grafarvoginn. Tindastólsmenn náðu yfirhöndinni strax í fyrsta leikhluta og í síðari hálfleik voru heimamenn aldrei líklegir til að trufla Stólana að einhverju ráði. Lokatölur 80-98. Nánari lýsingu má lesa á Tindastóll.is