Tindastóll fallið í 3ju deild

Tindastóll frá Sauðárkróki og Afturelding spiluðu í lokaumferð 2. deildar karla í knattspyrnu á Sauðárkróksvelli í dag. Tindastóll þurfti svo sannarlega að vinna leikinn til að tryggja sitt sæti í dag. Ægir sem var í næst neðsta sæti og stigi fyrir neðan Tindastól vann sinn leik í dag og tryggði sér sæti í deildinni á næsta ári.

Tindastóll byrjaði leikinn vel og skoruðu á 12. mínútu leiksins og var það Fannar Freyr Gíslason sem kom heimamönnum í 1-0. Afturelding jafnar muninn á 5. mínútu uppbótartíma í fyrri hálfleik og staðan orðin 1-1. Í upphafi síðari hálfleiks þá missir Tindastóll mann af velli með rautt spjald og leika einum færri það sem eftir lifði leiks. Afturelding kemst svo yfir á 81. mínútu og nær að halda út og vinnur 1-2. Úrslit  dagsins þýddu það að Tindastóll leikur í 3. deildinni ásamt Dalvík/Reyni á næsta ári.