Tindastóll bikarmeistari 2018

Tindastóll vann sinn fyrsta titil í meistaraflokki karla í körfuknattleik er liðið vann KR í dag í úrslitum Maltbikarsins 2018. Stólarnir náðu strax góðri forystu sem þeir gáfu aldrei eftir þrátt fyrir tilraunir KR til að minnka muninn. KR voru bikarmeistarar síðustu tveggja ára en Tindastóll hefur beðið lengi eftir sínum fyrsta stóra titli. Lokastaðan í leiknum var 69-96. Pétur Rúnar var valinn maður leiksins en hann skoraði 22 stig, gaf 8 stoðsendingar og tók 7 fráköst. Sigtryggur Arnar skoraði 20 stig og gaf 4 stoðsendingar. Antonio Hester skoraði 14 stig.