Tindaöxl lokuð vegna snjóleysis

Skíðasvæðið í Tindaöxl í Ólafsfirði er lokað vegna snjóleysis. Gönguskíðafólk hefur þó um nokkrar brautir að velja á svæðinu, en skíðagönguspor eru gerð þar þegar nægur snjór er. Við golfvöllinn er 3 km hringur, við Bárubraut er 2,5 km hringur og á Knattspyrnuvelli KF er 0,6 km hringur.

Þá hefur Skíðafélag Ólafsfjarðar hafið snjóbretta æfingar með þjálfara. Æfingarnar eru nú á Skíðsvæðinu í Skarðsdal á Siglufirði á fimmtudögum kl. 16:30 og laugardögum kl. 13:00.