Tilraunavindkljúfur í Hafnarhyrnu Siglufirði
Framkvæmdasýsla ríkisins hefur boðið út verk í tilraunavindkljúf í Hafnarhyrnu á Siglufirði. Búið er að opna tilboð í verkið og bárust tvö tilboð.
J.E. vélaverkstæði átti lægsta tilboðið kr. 2.062.734.- og er hlutur Sveitarfélagsins Fjallabyggðar 10% af þeirri upphæð. Bæjarráð Fjallabyggðar hefur falið bæjarstjóra Fjallabyggðar að undirrita fyrirliggjandi verksamning.
Útboðslýsinguna má sjá hér. Mynd af Hafnarhyrnu.