Sérstakt stjórnendateymi í Leikskóla Fjallabyggðar var skipað fyrir þetta skólaár, en í því er einn skólastjóri og þrír deildarstjórar, þar af einn staðgengill skólastjóra. Fyrri fyrirkomulag stóð saman af tveimur skólastjórum og nokkrum deildarstjórum.
Verkefnið hefur í heild sinni tekist vel og hefur verið vilji stjórnendateymisins að halda áfram með samstarfið. Lengri tíma taki að slípa samstarf og festa þetta nýja skipulag í sessi.
Ákveðið hefur því verið að halda óbreyttu skipulagi út næsta skólaár og endurmeta aftur stöðuna.
Teymið skipa: Kristín María Hlökk Karlsdóttir skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar, meðstjórnendur hennar eru Víbekka Arnardóttir deildarstjóri og staðgengill skólastjóra, Björk Óladóttir deildarstjóri og Guðný Huld Árnadóttir deildarstjóri.