Tilnefningar vegna Íþróttamanns ársins í Fjallabyggð

Föstudaginn 29. desember næstkomandi fer fram uppskeruhátíð íþróttafólks í Fjallabyggð þegar valið á Íþróttamanni ársins í Fjallabyggð fer fram. Hátíðin í ár fer fram á Kaffi Rauðku og hefst kl 20:00 en hátíðin er samstarfsverkefni UÍF (Ungmenna- og Íþróttasamband Fjallabyggðar) og Kiwanisklúbbsins Skjaldar í Fjallabyggð.
Á hátíðinni verður fjölmargt íþróttafólk verðlaunað fyrir árangur sinn á árinu 2017. Öll aðildarfélög UÍF gátu tilnefnt íþróttafólk í þremur flokkum, þ.e. besti íþróttamaður greinarinnar (19 ára og eldri), ungur og efnilegur í íþróttagreininni og loks ung og efnileg í íþróttagreininni (13-18 ára). Níu af þrettán aðildarfélög tilnefndu í einum flokki eða fleirum.

Íþróttamaður Fjallabyggðar verður svo valinn úr þeim hópi íþróttafólks sem var tilnefnt í flokknum besti íþróttamaður hverrar greinar en Elsa Guðrún Jónsdóttir skíðagöngukona varð fyrir valinu árið 2016.
Að lokum verða tveir aðilar heiðraðir sérstaklega á hátíðinni. Annar fyrir óeigingjarnt starf í þágu íþróttamála í Fjallabyggð og hinn fyrir frábæran árangur í sinni íþróttagrein, sá aðili er búsettur í Fjallabyggð en keppir fyrir félag utan Fjallabyggðar.

Hér að neðan má sjá lista yfir allt það íþróttafólk sem tilnefnt er í ár, en alls eru 39 aðilar tilnefndir. Hátíðin er öllum opin og hvetjum við áhugasama til að mæta á þessa árlegu uppskeruhátíð, þó sérstaklega alla þá sem tilnefndir eru.

Eftirtaldir aðilar eru tilnefndir í ár:

Alexander Smári Þorvaldsson
Alexandra Nótt Kristjánsdóttir
Amalía Þórarinsdóttir
Andri Freyr Sveinsson
Andri Snær Elefsen
Anna Brynja Agnarsdóttir
Anna Kristinsdóttir
Bergur Rúnar Björnsson
Björgvin Grétar Magnússon
Dagný Finnsdóttir
Eduard Constantin Bors
Elísabet Alla Rúnarsdóttir
Elsa Guðrún Jónsdóttir
Erla Marý Sigurbjörnsdóttir
Gísli Marteinn Baldvinsson
Grétar Áki Bergsson
Guðrún Fema Sigurbjörnsdóttir
Hafsteinn Úlfar Karlsson
Helgi Már Kjartansson
Hrafnhildur Sverrisdóttir
Halldór Ingvar Guðmundsson
Halldóra Helga Sindradóttir
Helga Dís Magnúsdóttir
Helga Hermannsdóttir
Hilmar Símonarson
Hörður Ingi Kristjánsson
Líney Bogadóttir
Marlis Jóna Karlsdóttir
Oddný Halla Haraldsdóttir
Ronja Helgadóttir
Sara Sigurbjörnsdóttir
Sigurbjörn Þorgeirsson
Skarphéðinn Sigurðsson
Sævar Birgisson
Valur Reykjalín Þrastarson
Vitor Vieira Thomas
Víðir Freyr Ingimundarson
Þorgeir Örn Sigurbjörnsson
Þórarinn Hannesson