Tilnefningar um Íþróttamann ársins 2021 í Dalvíkurbyggð

Þrír eru tilefndir til Íþróttamanns ársins 2021 í Dalvíkurbyggð. Kjöri á Íþróttamanni Dalvíkurbyggðar verður lýst fimmtudaginn 13. janúar næstkomandi. Ekki er ljóst með hvaða hætti það verður gert, en líklegt er að það verði með rafrænum hætti eins og á síðasta ári.

Íbúar 15 ára og eldri geta tekið þátt í kosningunni á vef Dalvíkurbyggðar. Íbúakosning gildir á móti kosningu aðal- og varamanna í íþrótta- og æskulýðsráði Dalvíkurbyggðar.

Upplýsingar um tilnefningar má sjá á vef Dalvíkurbyggðar.

 

Tilnefningar Íþróttagrein
Rúnar Júlíus Gunnarsson Hestar
Steinar Logi Þórðarson Knattspyrna
Símon Gestson Sund