Tilnefningar til Íþróttamanns ársins í Dalvíkurbyggð liggja nú fyrir. Kjöri á Íþróttamanni Dalvíkurbyggðar verður lýst við hátíðlega athöfn í Menningarhúsinu Bergi þriðjudaginn 14. janúar 2020 kl. 17:00.

Samkvæmt reglum Dalvíkurbyggðar um kjör á íþróttamanni ársins skal fara fram íbúakosning sem gildir á móti kosningu aðal- og varamanna í íþrótta- og æskulýðsráði. Kosning fer fram með þeim hætti að allir sem eru orðnir 15 ára geta kosið og er það gert í gegnum Mína Dalvíkurbyggð.

Hægt verður að kjósa um íþróttamann ársins til og með sunnudagsins 12. janúar 2020.

Samanlögð kosning íbúa og fulltrúa í íþrótta- og æskulýðsráði mun svo ráða úrslitum um það hver verður kjörinn.

Tilnefningar Íþróttagrein
Amanda Guðrún Bjarnadóttir Golf
Andrea Björk Birkisdóttir Skíði
Elín Björk Unnarsdóttir Sund
Ingvi Örn Friðriksson Kraftlyftingar
Svavar Örn Hreiðasson Hestar
Sveinn Margeir Hauksson Knattspyrna