Tilnefningar Knattspyrnufélags Fjallabyggðar

Knattspyrnufélag Fjallabyggðar hefur tilnefnt þá Halldór Ingvar Guðmundsson, Halldór Logi
Hilmarsson og Hilmar Símonarson til íþróttamanns Fjallabyggðar.

Halldór Ingvar Guðmundsson er fæddur árið 1992 og er markmaður KF og fyrirliði og hefur leikið 115 leiki fyrir KF og KS/Leiftur.

Halldór Logi Hilmarsson er fæddur árið 1991 og hefur leikið  133 leiki fyrir KF og KS Leiftur og skorað 10 mörk.

Hilmar Símonarson er fæddur árið 1994 og hefur leikið 35 leiki fyrir KF.

Tilkynnt verður um val á íþróttamanni ársins í Fjallabyggð í Allanum á Siglufirði þriðjudaginn 29. des. kl. 20.00. Það eru Kiwanisklúbburinn Skjöldur og Íþrótta- og ungmennasamband Fjallabyggðar sem standa að valinu.