Sex tilnefningar bárust til Íþrótta- og æskulýðsráði Dalvíkurbyggðar vegna kjörs á íþróttamanni ársins í Dalvíkurbyggð.
Íþrótta- og æskulýðsráð Dalvíkurbyggðar kýs til móts við íbúakosningu. Ráðið hefur lagt til að íþróttamaður ársins fái 150 þúsund krónur úr afreks- og styrktarsjóði.
Eftirfarandi tilnefningar bárust:
Anna Kristín Friðriksdóttir: Hestar
Elín Björk Unnarsdóttir: Sund
Lovísa Rut Aðalsteinsdóttir: Blak
Esther Ösp Birkisdóttir: Skíði
Marsibil Sigurðardóttir: Golf
Þröstur Mikael Jónasson: Knattspyrna