Tilmæli til rjúpnaveiðimanna á Skagaströnd

Tilmæli til rjúpnaveiðimanna

Sveitarfélagið Skagaströnd og Skógræktarfélag Skagastrandar skora á rjúpnaveiðimenn að stunda veiðarnar utan skógræktarsvæðisins í Spákonufellsborg. Síðastliðið sumar var mjög augljóst að talsvert af þeim viðkvæma trjágróðri sem þar er að vaxa upp hafði orðið fyrir haglaskotum og skemmst vegna þess.