H-listinn í Fjallabyggð hefur fengið tillögu sína um byggingu íbúðarhúsnæðis í Ólafsfirði samþykkta. Tillagan er í þremur liðum og snýr að deiliskipuleggja svæði fyrir hús eldri borgara í Ólafsfirði og hvort breyta skuli skipulagi svo rað- og parhús verði byggð í staðinn fyrir einbýli. Þá er kveðið á um að hefja viðræður við leigufjölög um aðkomu og kaup á nýjum íbúðum í Ólafsfirði.

H-listinn leggur hér fram eftirfarandi tillögu í þremur liðum.
a) Að hafin verði vinna við að deiliskipuleggja svæðið norðan við hús eldri borgara í Ólafsfirði að Aðalgötu með það fyrir augum að byggja þar hentugt húsnæði, raðhús, á einni hæð.
b) Einnig verði kannað hvort skynsamlegt geti verið að breyta núverandi deiliskipulagi við Bakkabyggð og Mararbyggð þannig að hægt verði að koma þar fyrir lóðum fyrir par- og raðhús og er aðallega horft til lóða norðan við göturnar. Engar skipulagðar lóðir eru fyrir par- eða raðhús í Ólafsfirði í dag.
c) Að bæjarstjóra verði falið að hefja viðræður við leigufélögin Brák og Bríeti um aðkomu þeirra og kaupum á nýjum íbúðum í Ólafsfirði. Markmiðið er að framkvæmdir við verkefnið gætu hafist árið 2024.

Tillögur þessar eru nú komnar til skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar til frekari umfjöllunnar og vinnslu.

Greinagerð H-listans
Þegar þetta er skrifað eru ekki nema 6 fasteignir til sölu í Ólafsfirði. Borið hefur á því að eldra fólk hafi
verið í vandræðum með að finna sér hentugt húsnæði ef það hefur viljað minnka við sig eða að
komast í íbúð með góðu aðgengi. (ein hæð) Einnig þarf að tryggja almenningi aðgengi að viðunandi
húsnæði á viðráðanlegu verði, hvort sem er til eignar eða leigu. Á það ekki síst við um fyrstuíbúðar
kaupendur, eldri íbúa, kaupendur, fatlað fólk og öryrkja.
Árið 2022 gerði Rannsóknarmiðstöð Háskólans á Akureyri húsakönnun fyrir Fjallabyggð hjá 60 ára og
eldri. Könnunin náði til 621 einstaklinga og svör fengust hjá 379. Ef við lítum á niðurstöðu tveggja
spurninga úr könnuninni hér að neðan kemur þar fram að rúmmlega 46% aðspurðra gætu hugsað sér
að selja núverandi húsnæði fyrir hentugra húsnæði. Örlítið fleiri eða tæp 49% sögðu já við
spurningunni; gætir þú hugsað þér að selja eignina og flytja í nýrra húnsæði. Það má því leiða að því
líkum að töluverð eftirspurn er í Fjallabyggð eftir hentugra og nýrra húsnæði.

Fyrir stuttu samþykkti Alþingi aðgerðaáætlun um þjónustu við eldra fólk fyrir árin 2023-2027, sem
nefnist, Gott að eldast. Meginþungi aðgerða í aðgerðaáætluninni liggur í þróunarverkefnum sem
snúast um að samþætta félags- og heilbrigðisþjónustu fyrir eldra fólk og flétta saman þá þjónustu sem
ríkið sér annars vegar um og hins vegar sveitarfélögin. Þannig geti fólk búið lengur heima hjá sér og
eftirspurn eftir hjúkrunarheimilum minnki. Þess ber að geta að verkefnið Hátindur 60+ í Fjallabyggð er
fyllilega í samræmi við aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar um bætta þjónustu við eldra fólk;
samþættingu þjónustu, virkni, þróun og nýsköpun sem nýtist til framtíðar. Einn liður í þessu er að í
Fjallabyggð sé nútímalegt og hentugt húsnæði fyrir þennan hóp.

Nýlega hófust framkvæmdir á gamla malarvellinum á Siglufirði við gatnagerð en þar er gert ráð fyrir
að reisa allt að 27 íbúðir og er það virkilega mikilvægur og ánægjulegur áfangi í uppbyggingu nýs
íbúðahúsnæðis í Fjallabyggð. Þar hafa hafa íbúðafélögin Bjarg og Brák staðfest kaup á 10 íbúðum sem
fara á leigumarkað. Íbúðir Bjargs íbúðafélags eru fyrir fjölskyldur og einstaklinga á vinnumarkaði sem
eru undir ákveðnum tekju- og eignamörkum en Brák er fyrir tekjulægri einstaklinga.

Næsta skref er að hefja byggingu á íbúðarhúsnæði í Ólafsfirði í samvinnu við ofangreind leigufélög,
Fjallabyggð og verktaka. Það er líka í takt við húsnæðisáætlun stjórnvalda að auka möguleika fólks á
að eignast eða leigja húsnæði á viðráðanlegum kjörum.