Tillaga H-listans um vinnuhóp vegna byggðakvóta var felld

Oddviti H-listans í Fjallabyggð lagði fram tillögu í bæjarráði um að skipaður verði vinnuhópur sem hafi það að markmiði að koma með tillögur til bæjaryfirvalda er varða byggðakvóta í Fjallabyggð. Í vinnuhópnum sitji þrír fulltrúar smábátasjómanna, tveir- þrír fulltrúar fiskvinnslunnar og þrír fulltrúar sveitarfélagsins. Ástæða þess að tillagan er lögð fram er að undanfarin ár hefur ekki náðst að úthluta þeim byggðarkvóta sem fallið hefur í hlut Siglufjarðar og Ólafsfjarðar. Markmiðið er að finna ástæður þess. – Tillagan var felld.

Tillaga meirihluta bæjarráðs Fjallabyggðar sem samþykkt var er að fela hagsmunaaðilum þ.e. vinnslum og útgerðum, að koma sér saman um tillögur til úrbóta, þ.e. raunhæfar tillögur sem tryggja að úthlutaður byggðakvóti sé veiddur og verðmæti nýtt, og leggja fyrir bæjarráð. Undanfarin ár hefur úthlutaður byggðarkvóti ekki verið veiddur nema að hluta og verðmæti glatast.

Höfnin í Ólafsfirði