Nóttin var mjög erilsöm hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra en þeir sinntu 39 málum, en 14 af þeim voru vegna foktjóna og eru tilkynningar og slíkt enn að berast.
Tveir gista fangageymslur eftir nóttina. Annar vegna gruns um heimilisofbeldi og hinn vegna hættulegrar líkamsárásar. Gert er ráð fyrir að mönnunum tveimur verði sleppt úr haldi eftir skýrslutökur.
Lögregla vil beina þeim tilmælum til fólks að vera ekki á ferðinni að óþörfu og huga að lausamunum.