Aukist hefur að fólk tilkynni til lögreglu um kannabislykt í fjölbýlishúsum, þegar fnykurinn er farinn að verða verulega truflandi og reykur og þó aðallega lykt farin að liðast inn um hurðarföls og glugga og út í sameignir.
Eins og fólk veit eru kannabisefni ólögleg á íslensku yfirráðasvæði og hafa ber það í huga við slíkar reykingar.
Lögreglan á Norðurlandi eystra greindi frá þessu.