Tilboðum frá Minný ehf. tekið í ræstingu Leikskóla Fjallabyggðar

Bæjarstjórn Fjallabyggðar hefur samþykkt að taka tilboðum frá Minný ehf. í ræstingu Leikskóla Fjallabyggðar, Leikhóla og Leikskála fyrir árin 2022-2024.

Aðeins eitt tilboð barst vegna ræstinga í Leikskála á Siglufirði, en Minný ehf bauð kr. 25.158.871 í verkið.

Tvö tilboð bárust hinsvegar í ræstingu á Leikhólum í Ólafsfirði. Minný ehf. bauð kr. 14.582.026 í verkið og RaBaHaMa ehf. bauð kr. 14.042.775.

Fjallabyggð samþykkti einnig að taka tilboði frá Minný ehf. í ræstingu leikskólans í Ólafsfirði.

Útboðsskilmálar kveða á um að við mat á hagstæðasta tilboði í verkið skuli ekki aðeins horft til heildarverðs fyrir þjónustuna heldur jafnframt þess að verð fyrir reglulegar ræstingar vegi 90% í mati og að litið verði til viðskiptasögu bjóðenda og fyrri reynslu af sambærilegum störfum fyrir sveitarfélagið.