Tilboði tekið í jarðvinnu vegna Grunnskóla Fjallabyggðar

Meirihluti bæjarráðs Fjallabyggðar hefur lagt til við bæjarstjórn Fjallabyggðar að tilboði Árna Helgasonar ehf verði tekið í jarðvinnu vegna stækkunar á Grunnskóla Fjallabyggðar á Siglufirði. Tvö tilboð bárust í verkið, 4.482.000.kr frá Bás ehf og 3.302.900.kr frá Árna Helgasyni ehf.

Fjallabyggð hefur fengið álit lögmanns þar sem útboðið var kært, en þar kom fram að hvorki form eða efnisgallar séu á hinu kærða skipulagi og Bæjarráð Fjallabyggðar finnur engin rök til að stöðva framkvæmdir en  telja þó rétt að gera fyrirvara við samningsaðila komi til frestunar á framkvæmdum við Grunnskóla Fjallabyggðar á Siglufirði.