Fjallabyggð opnaði tilboð í verkefnið vegna timburstígs meðfram tjörninni í Ólafsfirði, þann 22. júlí síðastliðinn. Tvö fyrirtæki buðu í verkið, L7 ehf og Trésmíði ehf.
Kostnaðaráætlun var 5.481.900 kr. í verkið. L7 ehf bauð talsvert yfir kostnaðaráætlun eða 6.864.200 kr.
Trésmíði ehf. bauð rétt undir kostnaðaráætlun eða 5.409.911 kr. í verkið.
Bæjarráð Fjallabyggðar hefur því samþykkt að taka tilboði lægstbjóðanda í í verkið, sem var nokkuð afgerandi tilboð.