Tilboð í malbikun í Dalvíkurbyggð

Dalvíkurbyggð óskar eftir tilboðum í verkefnið „Malbikun í Dalvíkurbyggð 2017“.  Útboðsgögn verða afhent á bæjarskrifstofum Dalvíkurbyggðar, við Goðabraut, 620 Dalvík frá og með fimmtudeginum 27. apríl 2017. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 10. maí 2017 klukkan 13.00 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.

Helstu magntölur eru:

Afrétting með límefni =        485 m2
Yfirlagnir með límefni =   4.850 m2
Nýlagnir =                         412 m2
Viðgerðir=                        120 m2

Yfirlögnum og viðgerðum skal vera lokið 10. júlí 2017 og nýlögnum 1. september 2017.