Tilboð á vetrarkortum á Skíðasvæðinu í Skarðsdal

Stefnt er að opnu á Skíðasvæðinu í Skarðsdal helgina 22.-23. nóvember næstkomandi, og þá að hafa tvær lyftur opnar, Neðstasvæðið og T-lyftuna, en starfsmenn vinna nú að moka til snjó á Neðstasvæðinu og gera lyftur klárar.

Þá er tilboð á vetrarkortum til 10. desember.

Verðskrá:

Vetrarkort fullorðins 18 ára og eldri         kr 24.000.- tilboð 21.000.-
Vetrarkort barna 7-17 ára                         kr 10.000.- tilboð  8.000.-
Framhalds/háskólanemar                         kr 10.000.- tilboð  8.000.-
Börn í 1-2 bekk Grunnskóla Fjallabyggðar fá fríkort en greiða eingöngu kr 1.000.- fyrir aðgangskort. (keycard)
Öllum Vetrarkortum fylgir Norðurlandskortið þar sem korthafi hefur aðgang að öðrum skíðasvæðum Sauðárkrókur, Ólafsfjörður, Dalvík og Akureyri, tvo daga á hverju svæði fyrir sig.