Sjómannadagshelgin heldur áfram í dag í Ólafsfirði með fjölbreyttri dagskrá. Skrúðganga verður frá hafnarvog að Ólafsfjarðarkirkju og hátíðarmessa í framhaldinu þar sem sjómenn verða heiðraðir. Eftir hádegið verður fjölskylduskemmtun við Tjarnarborg þar sem Ingó, Pétur Jóhann, Ari Eldjárn og Auddi og Steindi skemmta gestum. Á svæðinu verða líka hoppukastalar, sölubásar og fleira. Slysavarnardeild kvenna sér um kaffisöluna í Tjarnarborg frá kl. 14-17 í dag. Í kvöld er svo árshátíð sjómanna þar sem Pétur Jóhann sér um veislustjórn og Auddi og Steindi ásamt Ara Eldjárn sjá um uppistand og grín.