Sjómannadagshelgin hefur farið vel fram í Ólafsfirði um helgina og margir frábærir viðburðir verið í gangi. Í dag, 12. júní verður skrúðganga frá Hafnarvoginni að Ólafsfjarðarkirkju kl. 10:15 og hátíðarmessa hefst kl. 10:30 þar sem sjómenn verða heiðraðir.

Fjölkskylduskemmtun hefst við Tjarnarborg kl. 13:30 og verða hoppukastalar og skemmtun fyrir alla. Kaffisala verður í Tjarnarborg yfir daginn.

Í kvöld verður svo árshátíð Sjómanna í íþróttahúsinu í Ólafsfirði sem beðið er eftir. Auddi og Steindi sjá um veislustjórn og Páll Óskar og Bríet skemmta ásamt öðrum. Opið ball með Palla verður kl. 23:00-02 og kostar 3000 kr. inn á ballið.

Við birtum frá fjölda viðburða í gær beint á facebook vef síðunnar þar sem sjálfboðaliði síðunnar var á vettvangi að taka upp efni. Endilega líkið við og kíkið á facebook síðu Héðinsfjarðar.

 

Miðasala á Sjómannadagshátíð 12. júní er í fullum gangi á sjorinn@simnet.is panta þarf miða fyrir 8. júní.