Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út frá Akureyri á tíunda tímanum í gærkvöld vegna vélhjólaslyss við Þríhyrningsá á hálendinu. Þyrlusveitin var kölluð út með mesta forgangi og var komin á vettvang laust fyrir klukkan ellefu. Þyrlan flutti þann slasaða á sjúkrahúsið á Akureyri en þetta var fjórða þyrluútkall dagsins.
Þyrlur Landhelgisgæslunnar eru gerðar út frá Akureyri og Reykjavík nú um helgina.